Hugsum áður en við flautum

Í gær mánudag var ég á leiðinni heim sem er nú ekki merkilegt. En þegar komið var inn á aðrein frá Reykjanesbraut og upp á brúna sem tengir Kópavog og Breiðholt saman var önnur akreinin lokuð sökum malbikunarframkvæmda. Umferðin hægði að sjálfsögðu á sér eins og við er að búast og maður dokaði við. Skyndilega byrjar daman fyrir aftan að flauta. Það skilaði nú engu. Stuttu síðar var aftur flautað þar sem komið var gult og að verða grænt ljós. Hún var greinilega að flýta sér en umferðin gekk ekki hraðar þó flautað væri. Síðan kom gult og rautt og aftur var flautað. Ég var farþegi í bílnum sem var fremstur og ég leit við. Þar var kvenmaður sem baðaði út höndunum sennilega vegna þess að bílstjórinn á bílnum sem ég var farþegi í hafði vit á því að stoppa þegar komið var gult/rautt. Ég gat nú ekki annað en baðað út höndunum á móti og brosað. Aumingjans manneskjan að vera að flýta sér svona. Síðan kom aftur grænt og allir fóru af stað en þegar komið var fram hjá skiltum sem lokuðu akreininni þá ætlaði daman að fara framúr en þá mættu henni skydilega valtari og fleiri tæki og hún hafði vit á því að hægja á sér og forðast þessar vinnuvélar. Ég vildi nú bara þakka þessum starfmönnum sem eru á þessum vinnuvélum fyrir sitt framtak. Ökum varlega og komumst heil heim var einhverstaðar sagt og á það vel við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband