Hvað eru þessir háu herrar að hugsa

Það er alveg ótrúlegt hve okkar ráðherrar eru illa að sér í þjóðmálum og peningamálum. Þeir eru stundum kallaðir hinir háu herrar en ég tel að hæðin fari snar lækkandi. Þeir eru alltaf að hugsa um sitt og hækka sín laun. Hálftíma seinna koma þeir og segja að almenningur verði að hlaupa undir bagga og redda þeim. Þeir eru nú búnir að hafa nokkur ár til að sjá hvað verða vildi og það vissu allir að það kæmi að niðursveiflunni. Það hefur bara verið allt of mjúkt undir rassinum á þeim hingað til sem hefur gert að verkum að þeir hafa ekki þurft að lyfta honum upp nema þá til að fara erlendis. Ráðherrar, sýnið nú frumkvæði og takið á ykkar málum og ekki seinna vænna. Almenningur á ekki alltaf að blæða fyrir ykkur. þið verðið að gera það líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband