Bílstjórar reynið nú að vera unglingum góð fyrirmynd

Nú er ég með dóttir mína í æfingaakstri sem er mjög skemmtilegt. Virkilega gaman að fylgjast með hvernig gengur að feta sig áfram í umferðinni. Hún er að standa sig mjög vel. Það sem vantar upp á er að aðrir sýni gott fordæmi og aki skynsamlega. Eitt kvöldið var farið öfugu megin framúr og það kológlega. Ekki var ekið óeðlilega hægt heldur var verið að fara inn á aðalgötu og notuð aðrein til að fara inn á og ekið var framúr hægra megin á aðreininni og síðan farið inn á sömu aksturslínu og dóttirin var að fara inn á. Það er eins og maður sé kominn í einhverja rúllettu þar sem er happa eða glappa hvort meður kemst óhultur heim. Síðar í sama bíltúr var á Sæbrautinni ekið ítrekað framúr þó að hún væri á réttum hraða en ég gat ekki annað en brosað þegar við komum eftir Reykjanesbrautinni að Bústaðavegi en þá voru nokkrir af þeim bílum sem höfðu tekið framúr að bíða eftir grænu ljósi. Ef við ætlumst til þess að þeir sem eru að koma út í umferðina aki skynsamleg þá þurfum við hinir að sýna að við bjóðum þá velkomna. Akstur er alvara og enginn leikur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband