Ljósin á gatnamótum Reykjavíkurborgar

Það er með þessi blessuðu ljós á gatnamótum í Reykjavík.

Það á að vera einhver tölva sem stýrir öllu kerfinu í Reykjavík.

Þegar ekin er Sæbrautin niður  í bæ er alveg óskiljanlegt hvernig hægt er að stilla þetta svona illa saman.

Ég tók sérstaklega eftir þessu um daginn þar sem dóttir mín er með æfingaleyfi í akstri og ég er að æfa hana.

Við fórum Sæbrautina niður í bæ og hún þurfti að stoppa á hverjum og einum ljósum.

Þar var jafnframt olíuflutningabíll sem stoppaði á 3 ljósum en svo jók hann hraðann til að ná rest.

Reykjavíkurborg er semsagt með þessu að hvetja til hraðaaksturs.

Hvað haldið þið að það kosti þjóðfélagið ef þarf að stoppa á öllum ljósum og sérstaklega stórir bílar.

Ég tók enn betur eftir þessu þegar ég sat í bílnum hjá dótturinni. Hún horfði bara á mig og sagði „ég verð að keyra á réttum hraða“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband