12.9.2008 | 10:57
Er ekki í lagi heima hjá þér
Þegar maður er að með barnið sitt í æfingaakstri er alveg ótrúlegt hvað maður lendir í. Það er stóskrítið hvað sumum dettur í hug og þykjast vera með bílpróf í þokkabót.
Í gærkvöldi var ég að aka með dóttir minni sem er að æfa sig og það var ekið niður á Hrafnistu í Reykjavík til að heimsækja móðir mína sem var mjög gaman. Síðan hófst heimferðin. Það var ekið út af stæðinu hjá Hrafnistu. Farið til hægri Brúnaveg og hægri beygja upp Dalbraut. Þar var stefnan tekin á Sæbraut. Þegar átti að taka hægri beygju inn á Sæbraut voru nokkrir bílar fyrir framan og einn fyrir aftan. Sá sem var fyrir aftan tók þá ákvörðun að vera fyrir aftan bíl sem er merktur æfingaakstur væri ekki við hans hæfi. Hann tók framfyrir okkur og svínaði fyrir í beygjunni inn á Sæbrautina. Það var ekki að hún væri lengi að taka af stað heldur einhverjir aðrir kvillar sem hrjáðu manneskjuna sem þarna ók. Ég var mikið að spá í að setja inn númer ökutækisins en ákvað að gera það ekki. Fólk sem ekur svona á ekki að hafa leyfi til þess að leika sér á götum borgarinnar og valda öðrum hættu. Þessi aðili sem þarna ók á framvegis að taka strætó eða allavega ekki að vera undir stýri. Vinsamlegast haltu þig bara heima.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.