29.9.2008 | 08:18
Orkuveitan hækkar verð á heitu vatni
Það er einkennilegt hve hægt og hljótt þessi hækkun hefur runnið í gegn. Það að heitavatnið hækkar er eins og köld gusa í andlitið. Það er hamrað á fólki að spara og spara. Orkuveitan hefði ekki þurft að hækka heldur einungis að líta sér nær og taka til í sínum garði. Fækka veislum og matarboðum. Fækka þjónum og taka aðeins til hjá sér. Það er ætlast til þess að allir geri það í dag og því ekki þarna líka. Sýnið nú smá tillitsemi við Geir Haarde og hlustið á hann. Hann sagði að spara og spara!!!!!!!!!!!!
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.