30.10.2008 | 12:30
Ríkisstjórnin sker nú ekki niður hjá sér
Hvernig væri nú að kjör æðstu ríkisstarfsmanna yrðu færð til jafns við kjör annarra. Ríkisstjórnin kláraði svona smá mál. Þetta ætti að vera löngu frágengið og fullklárað. Þetta er bara svo viðkvæmt fyrir suma þar sem þeir tapa á þessu ef þeir klára sína vinnu. Það er það sem dregur framgang þessa máls.
Eftirlaunafrumvarpi flýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á þá pólitísk spilling kannski að heyra sögunni til líka? Hvað á að gera við vanhæfa einstaklinga sem hafa verið skipaðir í embætti vegna flokkstengsla?
<>Einhvern veginn hefur maður misst alla trú á þessum vesalings pólitíkusum og embættismönnum, þeir eru aumkunarverðir. Það verður fróðlegt en að sama skapi grátlegt að fylgjast með klúðrinu hjá þeim á komandi mánuðum. Á sama tíma mun Ísland sökkva æ dýpra í atvinnuleysi, gjaldþrot og skuldafen. Það að IMF sé við stjórnvölinn er gott að því leyti að það takmarkar skaðann sem vanhæfir og spilltir stjórnmálamenn og embættismenn mundu annars valda.
<>
Fannar (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.