Veljum Íslenskt og gerum betur

Þegar við veljum Íslenska framleiðslu er verið að gera margt fleira í leiðinni en einungis að versla því það kemur svo margfalt inn í kerfið um leið. Þá er greitt fyrir vöru með pening sem skilar sér út í laun til þess sem vinnur við framleiðsluna. Íslensk framleiðsla er að skila til þjóðfélagsins pening sem fer í gegnum kerfið á margan hátt. Því er það aðdáunarvert að vinnustaðir sem eru að framleiða og um leið að útvega þeim vinnu sem eiga erfitt með að fá vinnu annarstaðar. Þessir vinnustaðir eru út um allt land og er hægt að sjá þá á heimasíðnni  hlutverk.is. Sá stærsti þeirra er Múlalunduren þar er unnin vinna af mörgu tagi. Þar er um að ræða pökkun á ýmsu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Eins og staðan er í dag er erfitt að fá næg verkefni en það hefur verið þannig að erfitt hefur verið að klára allt sem hefur þurft að gera fyrir jólin. Það eru þrengingar í þjóðfélaginu og verðum við öll að standa saman í því að beina verkefnum á þessa vinnustaði ef möguleiki er á því. Í Múlalundi eru framleiddar möppur og er sennilega vinsælast EGLA bréfabindi. Síðan eru framleiddar möppur úr plasti þar sem hráefnið kemur á rúllum hingað til lands og það er sneitt niður eftir kúnstarinnar reglum og settur pappi innan í þær og plastið soðið utan um möppuna og að lokum eru þær járnaðar. Vinnuferlið við plastmöppur frá Múlalundi er að skila 4 til 5 mönnum vinnu þannig að þegar ein mappa eða einn kassi af möppum frá Múlalundi er seldur þá er sú sala að skila miklum verðmætum til þjóðfélagsins. Þarna er framleiðsla sem skilar sér margfalt fyrir utan það að síðan er einhver einstaklingur sem að lokum kemst aftur út á vinnumarkaðinn vegna þess að þú keyptir eina möppu sem er framleidd í Múlalundi. Þessi eina mappa skilaði 5 manns vinnu, einn þeirra komst út á hinn almenna vinnumarkað og sá einstaklingur lenti kannski í slysi á sínum tima og er búinn að ná sér að fullu, hættur að taka inn meðul, hættur á styrkjum. Hann er orðinn starfsmaður á hinum almenna vinnumarkaði.Húrra við völdum Íslenska framleiðslu og með því unnum við stóran sigur. Það er svo margt fleira sem er framleitt í Múlalundi og má þar nefna sérprentaðar möppur þar sem prentað er í prentsmiðju eitthvað útlit sem er hannað af t.d. auglýsingastofu. Þar eru möguleikar í útliti á möppu óþrjótandi og bara hugarflug hvers og eins sem fær að njóta sín. Þegar nóg er að gera í því að framleiða svona möppur er það að skila 5 stafsmönnum vinnu. Við framleiðum alskonar vasa, umslög og gatapoka af öllum stærðum og gerðum úr plasti og bjóðum upp á að merkja þá framleiðslu eftir óskum hvers og eins. Jafnframt er nokkur aukning í framleiðsu á mottum sem eru notaðar sem músarmottur og mottur sem eru notaðar til að hafa undir þegar fólk er að kvitta í verslunum á miðana úr posunum þegar greitt er með korti. Það er skemmtileg nýjung og hefur verið að aukast sérstaklega fyrir jól að fólk er að láta framleiða nokkur eða jafnvel eitt stykki af músarmottu með mynd af einhverjum úr fjölskyldunni eða einhverjum sem manni þykir vænt um. Framleiddir eru vasar fyrir geisladiska og er hægt að merkja þá. Vinnuumhverfi eins og í Múlalundi byggist upp á því að taka tillit, klappa á bakið og sýna hverjum og einum umburðarlindi og skilning, þannig að hverjum og einum líði vel, nái sjálfstrausti og virðingu fyrir sér og lífinu. Múlalundur verður 50 ára á árinu 2009 og er þá um að gera að fólk reyni eftir fremsta magni að versla við okkur. Þegar fólk hefur hugleitt hvernig hlutirnir hefðu þróast ef ekki hefi verið til Múlalundur og hvað hefði þá orðið um þá einstaklinga sem þangað hafa leitað. Bæði ríkið og Reykajvíkurborg hafa sparað hundruði milljóna á þessum árum sem Múlalundur hefur starfað.

Semsagt veljum Íslenskt og látum það vinna okkur öllum gagn um leið. Þannig náum við okkar markmiði sem er að Múlalundur nái að skapa sem flestum vinnu sem ekki fá vinnu annars staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband