4.1.2009 | 21:12
Er ríkisstjórnin að viðurkenna eitthvað sem við eigum ekki skilið?
Vaknið nú af ykkar væra draum og þó fyrr hefði verið. Þeir sem eru í erlendum viðskiptum vita að ólögin sem Bretar settu á okkur hafa kostað okkur mikið fjármagn. Þetta vita allir nema Geir Haarde. Það kom fram þegar fréttamaður spurði Geir út í kostnað sem hafi bitnað á okkur íslendingum sökum þess sem Bretar gerðu með lögum sýnum. Þá sýndi Geir þeim fréttamanni þá ósvífni að þykjast ekki vita hvað hann var að tala um. Það vita það allir sem eru komnir yfir fermingu að Bretar hefðu ekki sýnt öllum þessa hlið. Bara svona litlum þjóðum eins og okkur. Það hefur engin áhrif á Brown þó við förum illa út úr þessu. Þegar við erum að versla við erlend fyrirtæki þá er það oft þannig að fyrirtækið fær greiðslu frá tryggingarfélagi sem ábyrgist viðskiptalandið. Ef viðskiptalandið heitir Ísland þá er því ekki treystandi sökum þessara ólaga sem Brown setti á okkur. Þess vegna verðum við Íslendingar að staðgreiða öll erlend viðskipti í dag og jafnvel að greiða áður en varan er framleidd. Nú verða Íslendingar að hreinsa þetta af okkur og vera snöggir að því. Bretar vita þetta, Hollendingar vita þetta o.fl. En Geir virðist ekki vita þetta. Skrýtið!
Fresturinn að renna út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:26 | Facebook
Athugasemdir
Og þjóðin vissi ekki hvað hún kaus og mun örugglega kjósa þetta getuleysa lið yfir sig aftur.
Heidi Strand, 4.1.2009 kl. 22:25
Ég valdi af handahófi einhvern til að taka undir með,í þessum réttláta pistli,hvað er til ráða,hvetja til dáða,dugar skammt,ef kveður rammt,af heyrnarleysi og slappleika. Eru einhver hulin öfl að "bögga"þau,spyrjum? Spyrjum hátt. Trúi ekki öðru en stjórnin vilji eins og við verja börn þessa lands um alla framtíð. Að því leiti erum við eins og EKKJAN VIÐ 'ANA.
Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2009 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.