23.8.2009 | 11:37
Götusóparar Reykjavíkurborgar
Þetta segir okkur að þeir sem stjórnuðu þarna voru ekki hæfir í sitt starf. Ég met vel starf margra opinberra starfsmanna en þegar maður hugsar um það hvað væri hægt að nýta svona starfsfólk eins og stjórnendur Kaupþings gamla vandast málið. Í dag væri hægt að virkja þá í hreinsun gatnakerfis Reykjavíkurborgar og spurning hvort þeir fengju vinnufrið lengi. Það er bara óskyljandi hvernig þessir menn fara í önnur störf eftir að hafa farið svona með okkur almenning. Ekki biðjast fyrirgefningar á því að hafa farið svona með lífeyrissjóðina okkar. Hvað er tjónið sem Kaupþing hefur valdið sjóðum almennings með óvönduðum vinnubrögðum. Ekki biðjast afsökunar. Ekki viðurkenna neitt nema launaseðilinn.
![]() |
Gamalt Kaupþingsmyndskeið vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.