Bensínið of hátt á meðan flestir fara í frí

Kæru ferðafélagar um landið okkar.

Ég hef verið á ferðinni um landið  í sumar og þykir ákaflega leiðinlegt hve verðið á bensíni hefur verið hátt. Nú þegar gengið hefur batnað og verðið á þessu blessaða olíufati hefur lækkað verulega að þá lækkar verðið hér á fróni um krónur. Ef það hefði hækkað erlendis í samræmi við lækkunina þá væri búið að hækka hressilega hér á fróni. Reynið nú að hafa samræmi í þessum hækkunum og lækkunum. Sýnið gott fordæmi og standið ykkur í kröfum þeim sem almenningur gerir. 


Bílstjórar reynið nú að vera unglingum góð fyrirmynd

Nú er ég með dóttir mína í æfingaakstri sem er mjög skemmtilegt. Virkilega gaman að fylgjast með hvernig gengur að feta sig áfram í umferðinni. Hún er að standa sig mjög vel. Það sem vantar upp á er að aðrir sýni gott fordæmi og aki skynsamlega. Eitt kvöldið var farið öfugu megin framúr og það kológlega. Ekki var ekið óeðlilega hægt heldur var verið að fara inn á aðalgötu og notuð aðrein til að fara inn á og ekið var framúr hægra megin á aðreininni og síðan farið inn á sömu aksturslínu og dóttirin var að fara inn á. Það er eins og maður sé kominn í einhverja rúllettu þar sem er happa eða glappa hvort meður kemst óhultur heim. Síðar í sama bíltúr var á Sæbrautinni ekið ítrekað framúr þó að hún væri á réttum hraða en ég gat ekki annað en brosað þegar við komum eftir Reykjanesbrautinni að Bústaðavegi en þá voru nokkrir af þeim bílum sem höfðu tekið framúr að bíða eftir grænu ljósi. Ef við ætlumst til þess að þeir sem eru að koma út í umferðina aki skynsamleg þá þurfum við hinir að sýna að við bjóðum þá velkomna. Akstur er alvara og enginn leikur.

Geir H. Haarde ekki til stórra mála á Austurvelli

Kæri Geir. Á alltaf að leita til almennings þegar ríkisstjórnin þarf að taka til hjá sér. Þú talar um að almenningur verði að keyra minna. Hvernig væri að ráðherrarnir sýndu nú gott fordæmi og færu eftir þínum ráðleggingum. Það væri góð fyrirmynd ef að þið mynduð byrja á að nota minna þessa bíla ykkar. Þið eruð ekki alltaf að flýta ykkur svona mikið eins og sumir láta koma í ljós. Þið gætuð gengið á milli húsa í miðbænum í stað þess að vera ekið. Ráðherrabílar eiga aldrei að ganga í lausagangi á meðan þið farið inn í hús á fund. Aka á neyslugrennri bílum. Nota ekki ráðherrabílstjórana á meðan sumarfrí ykkar stendur yfir. Svona má lengi halda áfram en ég held að þetta gefi nokkuð þá línu sem ég er að tala um. Í leiðinni að þá væri nú gaman að vita hvað þið eruð að gera til að bregðast við slæmri fjármálastjórnun að undanförnu. Ekki líta samt á þetta sem viðtal frá fjölmiðlamanni heldur einungis sem spurningu.

Hugum að sparnaði og gerum góðverk um leið

Þegar er hugað að sparnaði þá er nauðsynlegt að huga að sparnaði þjóðfélagsins í heild. Við höfum verið staðin að því að flytja inn vörur í of miklu mæli. Hvað er þá hægt að gera og hvers vegna er ekkert gert. Við getum allir hjálpast að við að það sé ekki alltaf keypt innflutt þegar annað er hægt. Þegar hugleitt er hvað er framleitt á Íslandi og ekki er þörf á að flytja inn þá kemur margt upp í hugann. Við erum að selja hugvit til útlanda. Við erum að selja framleiðslu af mörgum gerðum og stærðum. T.d. seljum við mikið erlendis af lýsi sem er mjög hollt og skilar þjóðfélaginu tekjur og atvinnu. Við erum að framleiða möppur en þær flytjum við inn í gámavís. Hvað erum við að hugsa þegar við förum í verslum og kaupum möppur? Hvað eru læknar sem eru að sinna sjúkum að hugsa þegar þeir fara í verslun og kaupa möppur? Hvað hugsa þeir sem starfa hjá lífeyrissjóðum þegar þeir kaupa möppur. Ætli þessir aðilar hafi það í huga að hugsanlega þurfa þeir að leita til vinnustaðar eins og Múlalundur er til að koma skjólstæðingum sínu í vinnu? Þegar hugað er að því hvernig t.d. möppu eigi að kaupa þá er rétt að hafa það í huga að ef ég kaupi möppu frá Múlalundi þá er ég í leiðinni að stuðla að því að einhver fær vinnu sem annars gæti það hugsanlega ekki og þá fær einhver vinnu sem er að reyna að vinna sig upp eftir áfall eða slys. Jafnframt er verið að skapa þeim vinnu sem hafa ekki möguleika á því að fá vinnu annarsstaðar. Verum svolítið vakandi þegar við erum að versla. Stuðlum að því að kaupa innlendar vörur og stuðlum í leiðinni að góðu málefni. Þetta er það sem er þjóðhagslega hagkvæmt. Það spara allir og brosa sínu sólarbrosi.


SPARA - SPARA - SPARA

Þegar er hugað að sparnaði þá er sterkur leikur að huga að sparnaði þjóðfélagsins í heild. Þegar verslaðar eru Íslenskar vörur er oft verið að spara fyrir þjóðfélagið í heild. Þegar tekinn er fyrir vinnustaður eins og Múlalundur er bæði verið að spara með því að kaupa Íslenska framleiðsu. Það er verið að kaupa flest á lægri verðum heldur en það sem er innflutt. Jafnframt er verið að skapa þeim vinnu sem hafa ekki möguleika á því að fá vinnu annarsstaðar. Þá sparast til Tryggingakerfisins og þá bæði tryggingarfélög, Tryggingastofnun, Reykjavíkurborg og og Ráðuneytin spara. Það spara allir.

Verslar þú ekki örugglega vörur frá Múlalundi. Jafnt beint frá Múlalundi eða í næstu bóka eða blómaverslun.

Áfram sparnaður, áfram Ísland og stöndum saman íslendingar!!!!!!!!!!!!! 


Hvað eru þessir háu herrar að hugsa

Það er alveg ótrúlegt hve okkar ráðherrar eru illa að sér í þjóðmálum og peningamálum. Þeir eru stundum kallaðir hinir háu herrar en ég tel að hæðin fari snar lækkandi. Þeir eru alltaf að hugsa um sitt og hækka sín laun. Hálftíma seinna koma þeir og segja að almenningur verði að hlaupa undir bagga og redda þeim. Þeir eru nú búnir að hafa nokkur ár til að sjá hvað verða vildi og það vissu allir að það kæmi að niðursveiflunni. Það hefur bara verið allt of mjúkt undir rassinum á þeim hingað til sem hefur gert að verkum að þeir hafa ekki þurft að lyfta honum upp nema þá til að fara erlendis. Ráðherrar, sýnið nú frumkvæði og takið á ykkar málum og ekki seinna vænna. Almenningur á ekki alltaf að blæða fyrir ykkur. þið verðið að gera það líka.

Hverjir eru fórnarlömbin og hverjir eru sökudólgar miðvikudaginn fræga 23. apríl?

Nú er fokið í flest skjól. Það er verið að leita að sökudólg meðal bílstjóra og sökudólg hjá lögreglu.

Þegar mótmælin eru skoðuð niður í kjölinn og frá upphafi málsins þá eru ákveðnir aðilar komir með buxurnar á hælana í sínum málum. Lögreglan er einungis að sinna sinni vinnu og reyna að standa sig í því sem þeim er sett fyrir. Vörubílstjórarnir eru að reyna að koma ákveðnum málum í gegn. Á meðan sitja hinu háu herrar sem við réðum til að vinna fyrir okkur og koma með ákveðnu millibili með útslag sem er ekki til að lægja öldurnar. Forsætirráðherra verður að fara að ná buxunum upp og svara vörubílstjórum eins og fullorðnum manni sæmir. Ingibjörg er ekki að standa við kosningaloforðin og þarf að taka sig á. Semsagt vandamálið er á þiginu en ekki á götunum. Þegar upp er staðið þá kemur að kosningum en það er treyst á að allir gleymi þegar að því kemur. Það sem hefur verið í gangi að undaförnu er hlutur sem gleymist ekki svo glatt. Einu sinni var sagt að tíminn muni koma fyrir ákveðinn einstakling og nú er sá tími kominn. Eins er það með okkur almenning að tíminn muni koma að rifja upp það sem hefur verið í gangi yfir kjörtímabilið. Þingmenn og ráðherrar verða að gera sér grein fyrir því að þeir eiga það til að snúa hlutunum á haus. Við (almenningur) erum þeirra vinnuveitendur eins og kemur alltaf í ljós þegar að kosningum kemur.


Hver er stefnan hjá Seðlabankanum?

Hvernig stendur á því að svona er komið fyirir Seðlabankanum eins og er nú?

Allir vita allt nema Seðlabankinn. Það var hægt að sja´margt fyrir en ekkert er gert. Vit þessir menn ekki að þeir eru í vinnu hjá okkur ens og þingmenn eru. Við greiðum þeim öllum of há laun. Það er kannski vandamálið. Þeir ættu að fara að vinna fyrir sínum launum og sýna fram á árangur.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband