1.10.2008 | 14:24
Hvar er Davíð Oddson í röðinni
Einhverjir hefðu nú spurt um Davíð Oddsson.
Er hann ekki orðinn rágjafi ríkisstjórnarinnar?
Átti hann ekki að vera í röðinni?
Setning Alþingis hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2008 | 21:16
Laun í samræmi við árangur er bara bull
29.9.2008 | 10:16
Á ég núna banka??????
29.9.2008 | 08:18
Orkuveitan hækkar verð á heitu vatni
23.9.2008 | 15:52
Ljósameistara Reykjavíkur
18.9.2008 | 08:41
Góð fyrirmynd eða slæm
Kæru ráðherrar og þingmenn. Nú hafið þið talað um að spara. Almenningur verður að spara. Framleiða meira hér heima og spara. Herða sultarólarnar og spara. Draga úr innflutningi og spara. Allir eiga að spara og þá sérstaklega almenningur. Ekki hægt að semja við ljósmæður fyrr en seint og um síðir og leggja jafnvel ófrískar konur og þeirra börn í þá aðstöðu að fá ekki fulla þjónustu. En hvað gerist allt í einu. Hverjir eiga að spara. Ekki þingmenn, nei, það kom í ljós að þeir eru ekki í sama hóp og aðrir. Kjararáð hefur ákvarðað forseta, ráðherrum og þingmönnum sína þriðju launahækkun á rétt rúmlega ári. Hækkunin gildir fjóra mánuði aftur í tímann. Hvaða bull er þetta eiginlega. Hvernig er hægt að treysta orðum ykkar. Ná á að spara og sleppa þessum hækkunum ykkar og klárið að leiðrétta lífeyrissjóðreglurnar ykkar. Það gleymdist að meta það til launahækkana og það var engin smá hækkun. En það eru lög sem þið hafið ekki einu sinni vit á að skammast ykkur fyrir.
Sníðið lög og reglur að því sem hentar ykkur best. Áður en þið vitið af eru komnar kosningar og þá verður erfitt að lofa upp í ermar þar sem ekki er hægt að treysta þeim. Lítið fram á veginn og reynið að fara eftir eigin reglum og sparið. Ekki halda að allir séu sofandi í kringum ykkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 10:57
Er ekki í lagi heima hjá þér
Þegar maður er að með barnið sitt í æfingaakstri er alveg ótrúlegt hvað maður lendir í. Það er stóskrítið hvað sumum dettur í hug og þykjast vera með bílpróf í þokkabót.
Í gærkvöldi var ég að aka með dóttir minni sem er að æfa sig og það var ekið niður á Hrafnistu í Reykjavík til að heimsækja móðir mína sem var mjög gaman. Síðan hófst heimferðin. Það var ekið út af stæðinu hjá Hrafnistu. Farið til hægri Brúnaveg og hægri beygja upp Dalbraut. Þar var stefnan tekin á Sæbraut. Þegar átti að taka hægri beygju inn á Sæbraut voru nokkrir bílar fyrir framan og einn fyrir aftan. Sá sem var fyrir aftan tók þá ákvörðun að vera fyrir aftan bíl sem er merktur æfingaakstur væri ekki við hans hæfi. Hann tók framfyrir okkur og svínaði fyrir í beygjunni inn á Sæbrautina. Það var ekki að hún væri lengi að taka af stað heldur einhverjir aðrir kvillar sem hrjáðu manneskjuna sem þarna ók. Ég var mikið að spá í að setja inn númer ökutækisins en ákvað að gera það ekki. Fólk sem ekur svona á ekki að hafa leyfi til þess að leika sér á götum borgarinnar og valda öðrum hættu. Þessi aðili sem þarna ók á framvegis að taka strætó eða allavega ekki að vera undir stýri. Vinsamlegast haltu þig bara heima.
Samgöngur | Breytt 13.9.2008 kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 13:58
Ljósin á gatnamótum Reykjavíkurborgar
Það er með þessi blessuðu ljós á gatnamótum í Reykjavík.
Það á að vera einhver tölva sem stýrir öllu kerfinu í Reykjavík.
Þegar ekin er Sæbrautin niður í bæ er alveg óskiljanlegt hvernig hægt er að stilla þetta svona illa saman.
Ég tók sérstaklega eftir þessu um daginn þar sem dóttir mín er með æfingaleyfi í akstri og ég er að æfa hana.
Við fórum Sæbrautina niður í bæ og hún þurfti að stoppa á hverjum og einum ljósum.
Þar var jafnframt olíuflutningabíll sem stoppaði á 3 ljósum en svo jók hann hraðann til að ná rest.
Reykjavíkurborg er semsagt með þessu að hvetja til hraðaaksturs.
Hvað haldið þið að það kosti þjóðfélagið ef þarf að stoppa á öllum ljósum og sérstaklega stórir bílar.
Ég tók enn betur eftir þessu þegar ég sat í bílnum hjá dótturinni. Hún horfði bara á mig og sagði ég verð að keyra á réttum hraða
2.9.2008 | 21:37
Framleiða meira, framleiða meira!
Viðskipti og fjármál | Breytt 3.9.2008 kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 14:11
Hugsum áður en við flautum
Samgöngur | Breytt 13.8.2008 kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)