Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Við viljum ekki hækka skatta og þeir sem eru atvinnulausir vilja bætur

Þegar maður hugleiðir þessa fyrirsögn þá veltir maður fyrir sér hvað þessi mótmæli sem hafa valdið tjóni hafa verið að kosta okkur. Það eru bara við sjálf sem borgum brúsann. Ef við tökum þetta saman gróft. Viðhald þrif og viðgerðir á Alþingishúsinu eru að kosta okkur 25 milljonir. Síðan á eftir að gera við margt fleira síðar sem þetta hefur valdið. Stjórnarráðinu er að kosta 15 milljónir. yfirvinna ýmissa stafsmanna sem koma að þessu fyrir utan löggæslu eru 7 milljónir. Löggæslan er að kosta 19 milljonir. Síðan eru nokkrir sem hafa slasast og má reikna með að það kosti ekki minna en 20 milljóni. T.d. 1 slasaður lögregluþjónn kostar okkur mikinn pening, læknishjálp, frá vinnu, áhrif á hans fjölskyldu og margt fleira. Þannig að heildar kostnaður er kominn í um 100 milljónir. Tekið skal fram að þetta eru grófar ágiskanir.  Ég vildi gjarnan sleppa við að greiða þetta. Þetta er ekki stór upphæð miðað við bankahrunið og alla þá peninga sem hefur verið stungið undan samanber Kaupþing en það er sama ég vildi gjarnan geta sparað það sem hægt er. Höfum hávaða til að trufla og er það bara gaman að hlusta á taktfastan áslátt eins og hefur verið. Það truflar líka verulega mikið. Höfum þetta friðsamlegt og njótum þess að trufla. Ekki skemma því það er engum hollt að horfa upp á það. Jafnframt þarf að hafa í huga að þetta bitnar á þeim sem sýst skildi þ.e.a.s almennum starfsmönnum Alþingis, lögreglunni og jafnvel borgarstarfmönnum og svo saklausum áhorfendum. Síðan fannst mér sorglegt að sjá fallegu bekkina af Austuvellinum verða eldinum að bráð. Þessir þægilegu og fallegu bekkir eiga betra skilið.
mbl.is Mótmælt á tveimur stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kurteysi í mannlegum samskiptum kostar ekkert

Þetta hefðu ekki allir komist upp með en þetta er eins og þegar glæpurinn er nægilega stór þá komast menn upp með hvað sem er. Maður er búinn að vera orðlaus yfir gangi mála undanfarið og hef bara þagað.
mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin sker nú ekki niður hjá sér

Hvernig væri nú að kjör æðstu ríkisstarfsmanna yrðu færð til jafns við kjör annarra. Ríkisstjórnin kláraði svona smá mál. Þetta ætti að vera löngu frágengið og fullklárað. Þetta er bara svo viðkvæmt fyrir suma þar sem þeir tapa á þessu ef þeir klára sína vinnu. Það er það sem dregur framgang þessa máls.
mbl.is Eftirlaunafrumvarpi flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð fyrirmynd eða slæm

Kæru ráðherrar og þingmenn. Nú hafið þið talað um að spara. Almenningur verður að spara. Framleiða meira hér heima og spara. Herða sultarólarnar og spara. Draga úr innflutningi og spara. Allir eiga að spara og þá sérstaklega almenningur. Ekki hægt að semja við ljósmæður fyrr en seint og um síðir og leggja jafnvel ófrískar konur og þeirra börn í þá aðstöðu að fá ekki fulla þjónustu. En hvað gerist allt í einu. Hverjir eiga að spara. Ekki þingmenn, nei, það kom í ljós að þeir eru ekki í sama hóp og aðrir. Kjararáð hefur ákvarðað forseta, ráðherrum og þingmönnum sína þriðju launahækkun á rétt rúmlega ári. Hækkunin gildir fjóra mánuði aftur í tímann. Hvaða bull er þetta eiginlega. Hvernig er hægt að treysta orðum ykkar. Ná á að spara og sleppa þessum hækkunum ykkar og klárið að leiðrétta lífeyrissjóðreglurnar ykkar. Það gleymdist að meta það til launahækkana og það var engin smá hækkun. En það eru lög sem þið hafið ekki einu sinni vit á að skammast ykkur fyrir.

Sníðið lög og reglur að því sem hentar ykkur best. Áður en þið vitið af eru komnar kosningar og þá verður erfitt að lofa upp í ermar þar sem ekki er hægt að treysta þeim. Lítið fram á veginn og reynið að fara eftir eigin reglum og sparið. Ekki halda að allir séu sofandi í kringum ykkur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband