Hugum að sparnaði og gerum góðverk um leið

Þegar er hugað að sparnaði þá er nauðsynlegt að huga að sparnaði þjóðfélagsins í heild. Við höfum verið staðin að því að flytja inn vörur í of miklu mæli. Hvað er þá hægt að gera og hvers vegna er ekkert gert. Við getum allir hjálpast að við að það sé ekki alltaf keypt innflutt þegar annað er hægt. Þegar hugleitt er hvað er framleitt á Íslandi og ekki er þörf á að flytja inn þá kemur margt upp í hugann. Við erum að selja hugvit til útlanda. Við erum að selja framleiðslu af mörgum gerðum og stærðum. T.d. seljum við mikið erlendis af lýsi sem er mjög hollt og skilar þjóðfélaginu tekjur og atvinnu. Við erum að framleiða möppur en þær flytjum við inn í gámavís. Hvað erum við að hugsa þegar við förum í verslum og kaupum möppur? Hvað eru læknar sem eru að sinna sjúkum að hugsa þegar þeir fara í verslun og kaupa möppur? Hvað hugsa þeir sem starfa hjá lífeyrissjóðum þegar þeir kaupa möppur. Ætli þessir aðilar hafi það í huga að hugsanlega þurfa þeir að leita til vinnustaðar eins og Múlalundur er til að koma skjólstæðingum sínu í vinnu? Þegar hugað er að því hvernig t.d. möppu eigi að kaupa þá er rétt að hafa það í huga að ef ég kaupi möppu frá Múlalundi þá er ég í leiðinni að stuðla að því að einhver fær vinnu sem annars gæti það hugsanlega ekki og þá fær einhver vinnu sem er að reyna að vinna sig upp eftir áfall eða slys. Jafnframt er verið að skapa þeim vinnu sem hafa ekki möguleika á því að fá vinnu annarsstaðar. Verum svolítið vakandi þegar við erum að versla. Stuðlum að því að kaupa innlendar vörur og stuðlum í leiðinni að góðu málefni. Þetta er það sem er þjóðhagslega hagkvæmt. Það spara allir og brosa sínu sólarbrosi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband